Act alone 2023 verður haldin 10. - 12. ágúst á Suðureyri. Boðið verður upp á einstaka dagskrá, sannkallað hlaðborð eins manns senunnar. Leiksýningar, tónleika, myndlist, ritlist og allskonar list. Að vanda verður einnig boðið upp á einstaka dagskrá fyrir börn á öllum aldri allt frá blöðrunámskeiði til götulista. Einsog ávallt er ókeypis á alla viðburði á Act alone, þökk sé okkar einstaka baklandi.
Þeir sem vilja leggja Actinu lið má benda á reikning hátíðarinnar:Reikn.: 0156 - 26 - 82. Kennitala: 580608 - 0510. Hvert framlag er einstakt. Sjáumst á Act alone 2023 10. - 12. ágúst.