Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act alone 2023 var einstök

2400 sýningargestir mættu á Act Alone - Theater Festival 2023. Einlægar þakkir fyrir komuna. Súgfirðingar fyrir að umfaðma Act Alone - Theater Festival og gera ævintýrið eins einstakt og það er. Styrktaraðilar okkar sem margir hverjir hafa fylgt okkur frá upphafi, í 19 ár, einstakar þakkir fyrir að hafa trú á Act Alone - Theater Festival. Við hvílum okkur aðeins í dag en á morgun byrjum við að undirbúa Act Alone - Theater Festival 2024 sem verður haldin 8. - 10. ágúst á Suðureyri. Það þarf kraftaverkafólk til að gera Act Alone - Theater Festival og aldrei hefði það verið hægt án okkar einstöku áhafnar sem er einmitt á myndinni hér með þessu þakkarkorni, í einstöku stuði á Suðureyri. Okkar einstöku þakkir til ykkar allra - hlökkum til að sjá ykkur að ári á Act Alone - Theater Festival á Suðureyri þá verðum við líka tveggja ártatuga og því ber að fagna með einstökum stæl.

Þeir sem vilja leggja Actinu lið má benda á reikning hátíðarinnar:Reikn.: 0156 - 26 - 82. Kennitala: 580608 - 0510. Hvert framlag er einstakt. Sjáumst á Act alone 2024 8. - 10. ágúst.