Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act alone 6. - 8. ágúst 2020

Hátíðin verður haldin, já Actið verður á sínum stað á þessum einstöku tímum er við nú lifum. Vitanlega verður hátíðin með einhverju öðru sniði en venjulega og verður það kynnt þegar nær sumrar. Flýtum okkur hægt en huxum þeim mun meir.

Actið 2020 fer fram dagana 6. - 8. ágúst í einleikjaþorpinu Suðureyri. Boðið verður uppá um 20 einstaka viðburði allt frá leiksýningum til töfranámskeiðs. Aðgangur að öllum viðburðum Act alone er ókeypis. Dagskráin verður kynnt þegar sumrar. 

Hlökkum til að sjá ykkur í einleikjaþorpinu Suðureyri 6. - 8. ágúst 2020. Aðalstyrktaraðilar Act alone eru Uppbyggingasjóður Vestfjarða & Ísafjarðarbær.