Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
laugardagurinn 14. apríl 2018 | Elfar Logi Hannesson

Þórhildur Þorleifsdóttir nýr stjórnarformaður Act alone

Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins
Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins

Stjórnaformannsskipti urðu núna í vikunni hjá elstu leiklistarhátíð landsins Act alone á Suðureyri. Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, er gegnt hefur embættinu síðan 2012 fannst nú kominn tími á nýjan í starfið. Óhætt er að segja að síðan 2012  hafi Act alone stækkað og dafnað með ári hverju og nýtur í dag mikilla vinsælda landsmanna sem hafa streymt á hátíðina árlega. Act alone vill nota tækifærið og þakka Jóni Viðari einlæglega hans störf til handa Act alone. Við starfi Jóns tekur engin aukvissi í leikhúsbransanum. Nefnilega Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Hana þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið áberandi í íslensku leiklistarlífi síðustu áratugi á öllum sviðum.

Stjórn Act alone er annars skipuð sömu aðilum og áður. Þau eru Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri, Sigurður Pétursson og Súgfirðingarnir Leifur Blöndal og Guðrún Oddný Schmidt. Listrænn stjórnandi Act alone er eftir sem áður Elfar Logi Hannesson, forystusauður.

Act alone verður haldin 9. – 11. ágúst komandi á Suðureyri. Er þetta fimmtánda árið sem hátíðin er haldin. Að vanda er aðgangur að hátíðinni ókeypis og öllum opin sem gerir Act alone um margt einstaka í hinni frábæru listahátíðarflóru landsins. Þegar er búið að bóka 15 einstaka viðburði á Act alone í ár allt frá leiksýningum til tónleika og gjörningalista. Meðal leiksýninga máa nefna barnaleikritin Vera, jólasýninguna Stúfur snýr aftur og dansverkið FUBAR. Tónleika sena ársins er sérlega einstök og fjölbreytt. Hinn vestfirski Siggi Björns snýr aftur vestur eftir marga sigra í úttlandinu, ein vinsælasta söngkona síðustu ár Helga Möller fer yfir sinn söngferil með viðeigandi hætti og söngvarar framtíðarinnar Eyþór Ingi og Jógvan verða með einstaka tónleika. Dagskrá Act alone er enn í mótun en hægt er að fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net  

föstudagurinn 30. júní 2017 | Elfar Logi Hannesson

Ísafjarðarbær styrkir Act alone

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi Act alone, handsala samninginn á Suðureyri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi Act alone, handsala samninginn á Suðureyri

Í vikunni gjöðist sá einstaki og ánægjulegi viðburður að endurnýjaður var samstarfssamningur millu Actsins og Ísafjarðarbæjar. Enn ánægjulegra var að hækkun uppá 200.000.- kónur því nú styrkir Ísafjarðarbær hátíðina um 700.000.- krónur. Act alone getur ekki annað en roðnað og þakkað fyrir sig með þennan einstaka samning.

Í samningum kveður á aðkoma beggja aðila til að efla hátíðina og umgjörð hennar ennfrekar. Þannig mun Ísafjarðarbær m.a. sjá til þess að snyrta og gera einleikjaþorpið huggulegt og hreint bæði fyrir og eftir hátíð. Act alone megin munum við m.a. bjóða áfram uppá ókeypis almenningssamgöngur millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins meðan á hátíð stendur og að sjálfsögðu stuðla að einstakri hátíð.

Það styttist óðum í hátíð því Act alone verður dagana 10. - 12. ágúst. Dagskráin er orðin þétt skipuð og einstaklega glæsileg. Boðið verður uppá leiklist, dans, ritlist, tónlist og allskonar. Eitthvað fyrir alla, konur karla og krakka. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar einsog verið hefur frá upphafi. Hvernig er þetta hægt? Spurði maðurinn. Jú, með einstökum styrktaraðilum og svo heilu þorpi sem nefnist Suðureyri.

Sjáumst á Act alone Suðureyri 10. - 12. ágúst. Það kostar enda ekkert.

fimmtudagurinn 17. september 2015 | Elfar Logi Hannesson

Langferðabifreið Act alone

Það er engin frétt að það sé ókeypis á Act alone þannig hefur það verið allt frá upphafi og því verður ekkert breytt. Samt eru stórtíðindi á ferðinni úr herbúðum Act alone. Því nú getur þú einnig komist ókeypis á Act alone. Langferðabifreið verður nefnilega á ferðinni daglega alla hátíðina frá Ísafirði og í einleikjaþorpið. Verum soldið umhverfisvæn og ferðumst saman á Act alone 2015.

mánudagurinn 5. ágúst 2013 | Elfar Logi Hannesson

Vesturport frumsýnir á afmælisári Act alone

Act alone fagnar tíu ára afmæli í ár - Eins og vænta má er því dagskrá ársins sérlega einstök og einleikin. 

Alls verður boðið uppá 18 viðburði á hátíðinni og rétt er að taka fram að aðgangur að öllum viðburðum er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi.

Hátíðin verður haldin aðra helgina í ágúst dagana 8. – 11. ágúst í sjávarþorpinu Suðureyri.

miðvikudagurinn 6. mars 2013 | Elfar Logi Hannesson

Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Stór merkileg tíðindi hafa borist í hús. Leiklistarhátíðin Act alone er tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin hefur verið afhend árlega síðustu ár fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Þrjú framúrskarandi verkefni landsbyggðarinnar eru tilnefnd hverju sinni. Ásamt Act alone eru menningarverkefninin Eistnaflug og Skaftfell tilnfend til Eyrarrósarinnar árið 2013. Eyrarrósin verður afhend þriðjudaginn 12. mars í Hofi á Akureyri. 

miðvikudagurinn 6. mars 2013 | Elfar Logi Hannesson

Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Stór merkileg tíðindi hafa borist í hús. Leiklistarhátíðin Act alone er tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Eyrarrósin hefur verið afhend árlega síðustu ár fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Þrjú framúrskarandi verkefni landsbyggðarinnar eru tilnefnd hverju sinni. Ásamt Act alone eru menningarverkefninin Eistnaflug og Skaftfell tilnfend til Eyrarrósarinnar árið 2013. Eyrarrósin verður afhend þriðjudaginn 12. mars í Hofi á Akureyri. 

miðvikudagurinn 8. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Svavar Knútur í sundlaug Suðureyrar

Svavar Knútur er meðal fjölda listamanna sem sýna á Act alone um helgina. Svavar Knútur er einstakur tónlistarmaður sem hefur farið mikinn síðuustu ár og heillað allar kynslóðir. Aðdáendur kappans fá allan pakkann á Act alone því Svavar verður tvöfaldur á Act alone. Fyrri tónleikar hans verða á Talisman á föstudag og hefjast kl.22. Daginn eftir á laugardag verður hann síðan með einstaka tónleika í sundlaug Suðureyrar. En gaman er að geta þess að þessi vinsæla sundlaug er tvítug í dag. Var þarf að geta þess að það er frítt á báða tónleika Svavars Knúts einsog reyndar alla viðburði Act alone um helgina.

þriðjudagurinn 7. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Súperpassi

Einsog alþjóð veit þá er frítt á alla viðburði á Act alone. En eitthvað verður maður jú að eta. Fisherman á Suðureyri bíður nú uppá frábæra lausn í þeim málum. Súperpassi sem inniheldur hvorki meira né minna en tvo hádegisverði, tvo kvöldverði og tvo Carlsberg. Allt þetta fyrir aðeins 5.900.- kr. Það er nú bara einleikið. En rétt er að vera snöggur að panta. Súperpassinn er eingöngu til sölu í gestamótöku Fisherman hótel á Suðureyri. Hægt er að panta í síma 450 9000 og mikilvægt að gera það strax í dag því Súperpassinn verður aðeins til sölu til hádegis á föstudag. Maturinn verður framreiddur á Sjöstjörnu í hátíðartjaldi Act alone.

mánudagurinn 6. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Stjörnurnar verða á Sjöstjörnu

Runnin er upp einleikin vika. Act alone leiklistarhátíðin verður haldin núna um helgina dagana 9. - 12. ágúst á Suðureyri. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla og ekki skemmir fyrir að það er frítt á allt á Act alone. Lokaundirbúningur stendur nú yfir í einleikjaþorpinu Suðureyri. Aðalbækistöðvar Act alone verða á hinni frábæru Sjöstjörnu. Þar verður slegið upp tjaldi þar sem verður hægt að gæða sér á einleiknum veitingum alla helgina. En gaman er að geta þess að sérstakur súperpassi verður til sölu á hátíðinni þar sem hægt er að kaupa veitingar alla Act alone helgina á hlægilegu verði. Sjöstjarna er tún í hjarta Suðureyrar og þar gerast sannarlega ævintýrin. Eitt er víst Sjöstjarna verður stjörnumprídd alla Act alone helgina.

föstudagurinn 3. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Act alone bolir komnir í hús

Líkt og síðustu ár er gerður sérstakur bolur fyrir Act alone í ár. Litur ársins er rauður sem á sérlega vel við þar sem liturinn er mjög áberandi í leikhúsheiminum. Nægir þar að nefna leikhústjöldin gömlu góðu sem eru oftar en ekki rauð. Act alone bolirnir eru til styrktarhátíðinni og eru þegar komnir í sölu á Fisherman á Suðureyri. Einnig er hægt að panta boli í gegnum netfangið komedia@komedia.is Act alone bolirnir verða að sjálfsögðu til sölu á hátíðinni þ.e. ef þeir seljast ekki upp í forsölunni. Vertu einleikin/n og fáðu þér Act alone bol. 

Eldri færslur