Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
fimmtudagurinn 15. ágúst 2024 | Elfar Logi Hannesson

Hið ár var einstakt

Þá er 20 Acti lokið. Um tvö þúsund áhorfendur sóttu þá 23 viðburði sem voru á dagskrá afmælisársins. Að vanda var frítt inná alla viðburði einsog verið hefur allt frá upphafi hátíðarinnar, 2004. Við þökkum einlæglega fyrir komuna. Baklandi okkar styrktaraðilum, margir hverjir hafa fyllt okkur frá upphafi, færum við einlægar þakkir án ykkar værum við ekki neitt. Sjálfboðaliðum vorum færum við allra bestu þakkir þið eruð snillingar og við værum bara ekki til án ykkar. Vestfirðingar með Súgfirðingum í framvarðasveit þökkum við fyrir að sækja hátíðina svona vel og í raun umfaðma hana. Þið eruð hjartað.

Act alone verður næst haldin 7. - 9. ágúst 2025 á Suðureyri, nema hvað.

Þeir sem vilja leggja Actinu lið má benda á reikning Act alone

Reikn.: 0156 - 26 - 82. Kennitala: 580608 - 0510. Hvert framlag er einstakt. 

fimmtudagurinn 8. ágúst 2024 | Elfar Logi Hannesson

Dagurinn í dag fimmtud. 8 ágúst

Fyrsti viðburður dagsins í dag, 8. ágúst, á Act alone verður opnun á myndlistarsýningu Drífu Garðarsdóttur frá Bíldudal kl.18.01. Fimmtán mínútum síðar verður hin rómaða fiskiveisla og upphafsstef Act alone. Sem verður í þreföldum hátíðarbúning því í ár fagnar ekki bara Act alone 20 ára afmæli heldur og Tjöruhúsið sem er jafnaldri hatíðarinnar. Svo á Íslandssaga á Suðureyri 25 ára afmæli. Í tilefni alls þessa munu Íslandssaga og Tjöruhúsið leiða saman potta og pönnur svo úr verður einstök fiskiveisla. Skúli mennski stígur á stokk í félagsheimilinu kl.19.01 og klukkutíma síðar verður boðið upp á hinn vinsæla einleik Félagsskapur með sjálfum mér. Vestfirsku skáldin Ólína Þorvarðardóttir og Eiríkur Norðdahl verða með sagnastundir þar á eftir og loks líkur þessu einstaka fimmtudagskveldi með gjörningsverkinu The Route.

Þá vita margir hvar best er að vera í dag.

sunnudagurinn 4. ágúst 2024 | Elfar Logi Hannesson

Actið 20 ára leikið hér og að handan

Í tilefni af 20 ára afmæli Act alone hefur hátíðin verið lengd um einn dag og stendur því hið einstaka stuð yfir í fjóra daga. Í tilefni tímamótana munu fjölmargir vestfirskir listamenn koma fram. Sómi Vestfjarða Mugison gefur tónin með sérstökum afmælistónleikum Actsins sem verða haldnir í Staðarkirkju. Af öðrum vestfirskum listamönnum má nefna Drífu Kristjónu Garðarsdóttur, Skúla mennska, Salóme Katrínu, Ólínu Þorvarðardóttur og Rúnar Helga Vignisson. Einnig mun vestfirski leikarinn Gunnar Jóhannesson flytja einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér. Af öðrum einleikjum má nefna Ef ég gleymi er fjallar um hinn miskunarlausa hvergi sjúkdóm, alsæmer. Frá Póllandi fáum við einleikinn Dramaternity eftir og með Magdalena Bochan-Jachimek og belgísk/franska leikkonan Fransoise Simon flytur trúðaeinleik sinn Headinig North. Einnig mun Simon vera með trúðanámskeið fyrir krakka.

Actið verður þó eigi bara í þessum heimi heldur verður einnig kikkað yfir í handanheima. Hin vestfirska Anna Birta Lionaraki stýrir handan stundinni en hún hefur haldið fjölda marga opna handan fundi í borginni og nú loksins verður skyggnast yfir um hér vestra. Við munum einnig skyggnast í komandi einleik því haldin verður opin æfing á erlendum einleik Ífígenía í Ásbrú (Iphigenia in Splott). Þetta er verðlaunaverk sem hefur farið sigurför um heiminn. Leikritið fjallar um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig framhjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú veist ekki er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum. Leikari er Þórey Birgisdóttir. 

föstudagurinn 2. ágúst 2024 | Elfar Logi Hannesson

Act alone 20 ára

Act alone leiklistar- og listahátíðin verður haldin 7. - 10. ágúst á Suðureyri. Yfir 20 viðburðir og allt ókeypis. Actið fagnar nú tveggja áratuga tilveru og af því tilefni verður einstaklega vegleg afmælisdagskrá. Fjölbreytileikinn verður í aðalhlutverki þar sem boðið verður upp á leiksýningar, dans, tónlist, ritlist og allskonar list. Einsaklega vegleg dagskrá verður fyrir æskuna og stórfjölskylduna. Trúðanámskeið, loftbelgjanámskeið, brúðuleikhús og töfrasýning. Act alone verður einnig alþjóðleg því boðið verður upp á pólska leiksýningu auk þess sem belgísk/franski trúðurinn Fransoise Simon kætir gesti af einstakri snilld. Meðal listamanna sem koma frá á Actinu í ár má nefna Sigrúnu Waage, Skúla mennska, Mugison, Salóme Katrínu, Gugusar, Jón Víðis, Þórey Birgisdóttur og fleiri og fleiri.

Það er næsta víst að allir muna finna eitthvað við sitt hæfi á Act alone á Suðureyri. Það er eigi nóg að frítt sé á alla viðburði heldur er og hægt að fara ókeypis á hátíðina með langferðabifreið Act alone sem gengur daglega millum Ísafjarðar og Suðureyrar alla Act dagana. Áætlun langferðabifreiðarinnar má finna hér á síðunni auk dagskrá Act alone.

Sjáumst á Actinu 7. - 10. ágúst á Suðureyri verið öll einstaklega velkomin. 

fimmtudagurinn 29. ágúst 2019 | Elfar Logi Hannesson

Einleikjabúðir Act alone

Einleikjabúðir Actsins verða á Þingeyri
Einleikjabúðir Actsins verða á Þingeyri

Einleikjabúðir Act alone í samstarfi við Blábankann á Þingeyri
1. – 3. nóvember 2019 á Þingeyri
Kennarar: Elfar Logi Hannesson, einleikari og stofnandi Act alone, og Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri.
Verð aðeins: 30.000.- krónur
Skráning: info@blabankinn.is
Ekkert mál að útvega gistingu á góðum prís á Þingeyri fyrir þá sem þess óska.

Hver þátttakandi kemur með 5 mín. einræðu sem unnið verður með í búðunum. Farið verður í helstu grunnþætti leikarans í einleik og ýmsar æfingar sem og fjölbreyttar spunaæfingar. Ein-stakir fyrirlestrar verða um sögu einleiksins bæði hér heima og erlendis. Farið verður yfir hvar megi finna efni til einleiksgerðar og rætt um hinar mörgu tegundir einleiksins.
Í lok búðanna verða einræðu verkefni smiðjunnar sýnd fyrir íbúa Þingeyrar. Þar munu áhorfendur jafnframt kjósa sína uppáhalds einræðu. Einræðan sem flest atkvæði hlýtur verður sýnd á Act alone 2020.
Smiðjan er opin bæði áhuga- sem atvinnufólki.

mánudagurinn 12. ágúst 2019 | Elfar Logi Hannesson

Stærsta Actið frá upphafi

Fullt hús
Fullt hús

Þá er hátíðinni Act Alone árið 2019 lokið. Hátíðin í ár var sú stærsta og viðamest til þessa, boðið var uppá 33 viðburði fyrir alla aldurshópa og hefur fjölbreytnin sjaldan verðið jafn mikil. Boðið var uppá fjölmarga einleiki, þrenna tónleika, trúðaleiki, uppistand frá nýlega kosnum fyndnasta manni vestfjarða, myndlistar- og hönnunarsýningar og mætti Náttúrubarnaskólinn vinsæli á Ströndum á staðinn og gengu börn og fullorðnir þar saman um Suðureyri og skoðuðu og fræddust um fallega náttúrú staðarins. Á laugardeginum var vegleg dagskrá fyrir börnin sem fjölmennt var á. Mikið var hlegið á trúðaskemmtununum og fylgdust börnin dáleidd á sýningunni um Dimmalimm.

Þriðja árið í röð var listamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur á hátíðinni og var það teiknarinn og myndlistarmaðurinn Ómar Smári Kristinsson sem útnefdur var þetta árið fyrir ómetanlegt framlag hans til listalífs Ísafjarðar bæjar. Fjölmennt var á viðburði ársins sem sýndir voru bæði í félagsheimilinu á Suðureyri og í Þurkverinu svokallaða. Fullt var útúr dyrum á lokaviðburð hátíðinar þar sem Magnús Þór Sigmundsson skemmti með sinni fallegu tónlist.

Við þökkum hátíðar gestum kærlega fyrir okkur og sjáumst aftur að ári á Act Alone 2020 sem haldin verður þann 7.-9. ágúst og er þegar byrjað að bóka listamenn fyrir næstu hátíð.

föstudagurinn 12. júlí 2019 | Elfar Logi Hannesson

16 og þú skalt sjá mig.......

Ein stök dagskrá og allt ókeypis
Ein stök dagskrá og allt ókeypis

Act alone er nú orðinn táningur. Heilla 16 ára sem gerir okkur að langelstu leiklistarhátíð landsins. Við erum líka alvestfirsk erum einsog Gísli Súrsson förum ekkert útfyrir Vestfirðina. Byrjuðum á Ísafirði árið 2004 en fluttum búferlum í næsta fjörð árið 2012 í sjávarþorpið Suðureyri. Sem gárungarnir nefna í dag einleikjaþorpið. Það þótti því við hæfi að hafa fyrirsögn þessa greinakorns vestfirska, 16 og þú skalt sjá mig í bíó. Sem er einsog glöggir lesendur hafa líkalega löngu fattað tilvitnun í vinsælt dægurlag eftir vestfirsku sveitina Grafík. 

Það eru samt engir táningasælar í Actinu heldur ber hún aldurinn einsog hæfir og bara stækkar einsog hver annar táningur. Aldrei áður hefur dagskrá Actsins verið jafn vegleg og í ár. Yfir 30 viðburðir og það á þremur dögum. Það hafa líka aldrei áður borist jafn margar umsóknir frá listamönnum bæði innlendum sem erlendum og núna í ár. Dagskráin er jafn fjölbreytt og hún er vegleg. Leiksýningar, tónleikar, uppistand og allt. Dagskrána er hægt að kynna sér hér á heimasíðunni. 

Síðast en ekki síst þó engar stór fréttir. EN ÞAÐ ER ÓKEYPIS Á ACT ALONE. Einsog verið hefur frá upphafi. Þökk sé okkar ein stöku styrktaraðilum. 

Velkomin á Actið 8. - 10. ágúst 2019 á Suðureyri. 

þriðjudagurinn 18. desember 2018 | Elfar Logi Hannesson

Uppbyggingasjóður Vestfjarða og Landsbankinn styrkja Act alone

Frá afhendingu Samfélagsstyrks Landsbankans til handa Act alone
Frá afhendingu Samfélagsstyrks Landsbankans til handa Act alone

Þær dásamlegu fréttir bárust nú í lokamánuði þessa einstaka árs að Act alone fékk tvo rausnarlega styrki. Fyrst skal nefna styrk frá Uppbyggingasjóði Vestfjarða uppá tvær milljónir króna. Það eru engar ýkjur að segja að sjóðurinn hefur haft trú á Actinu allt frá stofnum sjóðsins og erum við einlæglega þakklát fyrir það. Uppbyggingasjóður Vestfjarða er eitt af því albesta sem gjörst hefur á Vestfjörðum enda sést það best á því hve myndarlega listin dafnar fyrir vestan í dag. 

Í dag, 18. desember, vorum við síðan að fá hálfa milljón í styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Gaman er að geta þess að Landsbankinn er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur styrkt Act alone frá upphafi eða síðan 2004. Geta skal þess sem vel er gjört. Landsbankinn er sannlega banki allra landsmanna.

Einlægar þakkir við færum Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Landsbankanum. Það er einstakt að eiga svo góða að. 

 

laugardagurinn 14. apríl 2018 | Elfar Logi Hannesson

Þórhildur Þorleifsdóttir nýr stjórnarformaður Act alone

Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins
Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins

Stjórnaformannsskipti urðu núna í vikunni hjá elstu leiklistarhátíð landsins Act alone á Suðureyri. Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, er gegnt hefur embættinu síðan 2012 fannst nú kominn tími á nýjan í starfið. Óhætt er að segja að síðan 2012  hafi Act alone stækkað og dafnað með ári hverju og nýtur í dag mikilla vinsælda landsmanna sem hafa streymt á hátíðina árlega. Act alone vill nota tækifærið og þakka Jóni Viðari einlæglega hans störf til handa Act alone. Við starfi Jóns tekur engin aukvissi í leikhúsbransanum. Nefnilega Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Hana þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið áberandi í íslensku leiklistarlífi síðustu áratugi á öllum sviðum.

Stjórn Act alone er annars skipuð sömu aðilum og áður. Þau eru Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri, Sigurður Pétursson og Súgfirðingarnir Leifur Blöndal og Guðrún Oddný Schmidt. Listrænn stjórnandi Act alone er eftir sem áður Elfar Logi Hannesson, forystusauður.

Act alone verður haldin 9. – 11. ágúst komandi á Suðureyri. Er þetta fimmtánda árið sem hátíðin er haldin. Að vanda er aðgangur að hátíðinni ókeypis og öllum opin sem gerir Act alone um margt einstaka í hinni frábæru listahátíðarflóru landsins. Þegar er búið að bóka 15 einstaka viðburði á Act alone í ár allt frá leiksýningum til tónleika og gjörningalista. Meðal leiksýninga máa nefna barnaleikritin Vera, jólasýninguna Stúfur snýr aftur og dansverkið FUBAR. Tónleika sena ársins er sérlega einstök og fjölbreytt. Hinn vestfirski Siggi Björns snýr aftur vestur eftir marga sigra í úttlandinu, ein vinsælasta söngkona síðustu ár Helga Möller fer yfir sinn söngferil með viðeigandi hætti og söngvarar framtíðarinnar Eyþór Ingi og Jógvan verða með einstaka tónleika. Dagskrá Act alone er enn í mótun en hægt er að fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net  

föstudagurinn 30. júní 2017 | Elfar Logi Hannesson

Ísafjarðarbær styrkir Act alone

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi Act alone, handsala samninginn á Suðureyri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi Act alone, handsala samninginn á Suðureyri

Í vikunni gjöðist sá einstaki og ánægjulegi viðburður að endurnýjaður var samstarfssamningur millu Actsins og Ísafjarðarbæjar. Enn ánægjulegra var að hækkun uppá 200.000.- kónur því nú styrkir Ísafjarðarbær hátíðina um 700.000.- krónur. Act alone getur ekki annað en roðnað og þakkað fyrir sig með þennan einstaka samning.

Í samningum kveður á aðkoma beggja aðila til að efla hátíðina og umgjörð hennar ennfrekar. Þannig mun Ísafjarðarbær m.a. sjá til þess að snyrta og gera einleikjaþorpið huggulegt og hreint bæði fyrir og eftir hátíð. Act alone megin munum við m.a. bjóða áfram uppá ókeypis almenningssamgöngur millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins meðan á hátíð stendur og að sjálfsögðu stuðla að einstakri hátíð.

Það styttist óðum í hátíð því Act alone verður dagana 10. - 12. ágúst. Dagskráin er orðin þétt skipuð og einstaklega glæsileg. Boðið verður uppá leiklist, dans, ritlist, tónlist og allskonar. Eitthvað fyrir alla, konur karla og krakka. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar einsog verið hefur frá upphafi. Hvernig er þetta hægt? Spurði maðurinn. Jú, með einstökum styrktaraðilum og svo heilu þorpi sem nefnist Suðureyri.

Sjáumst á Act alone Suðureyri 10. - 12. ágúst. Það kostar enda ekkert.

Eldri færslur