Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act alone 2023

Fimmtudagur 10. ágúst

Kl. 18.01 MEÐ NORÐAN BLÆNUM, myndlistarsýning. FSÚ. Opin alla Act dagana.

Hjördís Frímann er fædd á Akureyri 1954. Hún lærði teikningu við Myndlistaskólann í Reykjavík og myndlist við SMFA í Boston 1982 til 86.  Vinnuferli Hjördísar byggir á spuna þar sem hvert verk er ævintýri í öllum regnbogans litum. Hjördís málar og teiknar og undanfarin ár hefur hún einnig unnið þrívíð verk með fundna hluti, bolla, styttur, blóm og perlur.

Í boði Fasteignasala Vestfjarða

 

 

Kl. 18.31 FISKISMAKK OG UPPHAFSSTEF ACTSINS. Við FSÚ

Ár eftir ár hefjum við Actið á að segja, fiskinn minn nammi nammi namm. Þegar Actið flutti búferlum á Suðureyri, 2012, þá varð sá einstaki siður til að hefja hátíðina með því að seðja maga því þá er svo gott að gefa sálinni að snæða af hinu einstaka listahlaðboði okkar hverju sinni. Hið einstaka fyrirtæki Íslandssaga hefur séð um þessa einstöku veislu allt frá upphafi. Upphaf sem þetta verður bara ekki toppað og því höfum við ávallt hafið leik með fiskiveislu Íslandssögu.

Í boði Íslandssaga

 

Kl.19.01 TÖFRASÝNING FJÖLSKYLDUNNAR. 40 mín. FSÚ

Töfratími: 40 mín

Aldur: Allir.

Aðal leikari sýningarinnar er sjálfur Lalli töframaður en með honum á sviði verður enginn annar en þvottabjörninn Ringó.

Saman munu þeir heilla áhorfendur, unga sem aldna, með gríni, gleði og töfrabrögðum.

Stórskemmtileg töfrasýning fyrir börn á aldrinum 3 til 103.

Töframaður: Lalli.

Í boði Hamraborg

 

 

Kl. 20.31 SÖNGARFUR KRÓATÍU, tónleikar. 30 mín. FSÚ

Óperutími: 30 mín

Aldur: 10 ára og eldri

 

Tónlist er ein besta leiðin til að tjá tilfinningar okkar. Svo bætist við söngtexti og loks söngur og túlkun listamannsins svo úr verður listaverk. Þegar söngurinn er í aðalhlutverki þá fá einmitt allar þessar tilfinningar að spretta fram og verða svo ljóslifandi í huga og hjarta njótenda.

Flutt verða úrval króatískra laga sem kynna hinn ríka og einstaka söngarf þjóðarinnar. Allt frá klassískum tónskáldum (Hatze, Bersa, Zajc, Pejačević o.s.frv.) til hefðbundinna Dalmatíulaga sem tilheyra klapa-söngnum svonefnda sem er eins konar fjölradda a cappella söngur.

Söngvari: Paulina Ðapo

Í boði Háskólasetur Vestfjarða

 

Kl. 21.31 BENNÝ SIF SKÁLD, 40 mín. FSÚ

Lestími: 40 mín

Aldur: 10 ára og eldri

Benný segir frá og les upp úr skáldsögum sínum, sem allar eru sögulegar og gerast ýmist fyrir austan eða vestan. Við heyrum af sjómannskonunni og ólíkindatólinu Grímu úr samnefndri bók, af komplexaða líffræðinemanum Valborgu úr sögunni Djúpið og af ungu hugsjónakonunni Gratíönu Hansdóttur úr tvíleiknum Hansdætur og Gratíana.

Í boði – Snerpa  

 

Föstudagur 11. ágúst

Kl.19.01 HIÐ STÓRFENGLEGA ÆVINTÝRI UM MISSI, einleikur. 90 mín. FSÚ.

Sýningartími: 90. mín

Aldur: 10 ára og eldri 

Hið stórfenglega ævintýri um missi er grátbrosleg, einlæg og drepfyndin sýning um það hvað það er sem við söknum þegar við missum ástvin. Hverju viljum við muna eftir? Leikkonan Gríma og hennar besta vinkona, trúðurinn Jójó, eiga samtal um reynslu Grímu af missi og fara um víðan völl. Þær tala um fortíð, framtíð, foreldra, sorg og gleði. Um óttann við að allir komist að því að þau sem Gríma missti voru ekki fullkomin. Um það að gamlir menn eigi ekki að eignast börn.  Um það ótrúlega augnablik þegar maður áttar sig á því að ekkert skiptir meira máli en fólk, tengsl og ást. 

Sýningin er ætluð fullorðnum og hentar ekki börnum yngri en 10 ára.

Leikstjórn: Rafael Bianciotto

Höfundur: Gríma Kristjánsdóttir og hópurinn

Leikkona: Gríma Kristjánsdóttir

Tónlist: Þórður Sigurðarson

Leikmynda- og búningahönnun: Eva Björg Harðardóttir

Ljósahönnun:  Arnar Ingvarsson

Aðstoðarleikstjórn: Halldóra Markúsdóttir

Í boði – Hótel Ísafjörður

 

Kl. 21.11 SKIN, dans. 30 mín. ÞURRKVER

Danstími: 30 mín

Aldur: 10 ára og eldri

Klāvs Liepiņš (hann, f. 1991) fæst við margbrotnar hugmyndir um afstæði tímans í verki sínu SKIN, þar sem hann hefur hamskipti að leiðarljósi í rannsókn á hringrás tímans og umbreytingarkrafti hans. Fortíð og nútíð mætast, hið óáþreifanlega verður áþreifanlegt og mörkin þar á milli verða óljós. Eiginleikar húðarinnar sjálfrar, bæði fagrir og gróteskir, eru þungamiðja verksins.

Húðin er okkar stærsta líffæri og tenging okkar við umheiminn. Það má segja að hún sé líkamleg skrá sem ber merki um reynslu og vöxt okkar. Listamaðurinn notar hamflettingu sem táknmynd fyrir losun hamlana líðandi stundar og vekur umhugsun um flæði tímans og þær takmarkanir sem við setjum okkur sjálf og okkar eigið samband við tímann og hverfulleika hans og tilverunnar.

Í verkinu eru tengsl einstaklingsins við tímann könnuð en mannlega upplifun okkar sem tengir okkur er undirstrikuð. Listamaðurinn hvetur áhorfandann til íhugunar um áhrif reynslu okkar, minninga og væntinga á huglæga upplifun okkar á tímanum og framvindu hans, hinu skammlífa eðli tilverunnar og möguleikann á endurnýjun og endurfæðingu.

Dansari/Höfundur: Klāvs Liepiņš

Í boði Endurskoðun Vestfjarða

 

 

Kl.22.11 HELGI BJÖRNS, tónleikar. 60 mín. FSÚ.

Stuðtími: 60 mín

Aldur: Allir

Hinn vestfirski leikari, tónlistarmaður og elegans listamaður Helgi Björns mætir á Actið með bestu útgáfuna af sér. Allir helstu slagarar kappans og þó hann rigni þá er það bara næs því okkur finnst jú öllum rigningin góð.

Söngur: Helgi Björsson

Undirleikari: Stefán Már Magnússon

Í boði Landsbankinn

 

 

Kl.23.31 THE LATE SHOW MEÐ LALLA TÖFRAMANNI. 35 mín. FSÚ.

Hláturtími: 35 mín

Aldur: 16 ára og eldri

Töfrar + kabarett + uppistand + sideshow + almennt rugl = Late Late Show með Lalla töframanni.

ATH Sýningin er bönnuð börnum

Í boði Íslandsbanki  

 

Laugardagur 12. ágúst

Kl.10.01 Kl.10.01 VESTFIRSKI FORNMINJADAGURINN. Landnámsskáli Hallvarðar.

Fornminjastund: 120 mín

Vestfirski fornminjadagurinn verður í ár haldinn við skála Hallvarðs Súganda í samstarfi við Act alone

Kl. 10.01 Sagt frá byggingunni, fyrirmyndinni, byggingaraðferðunum, hleðslunni, rekaviðnum, klömbrunni.

10.31 Sýning um hvernig, rekaviður er rifinn, klambra er stungin og hlaðin og grjótgarður er hlaðinn.

11.01 Sögustund í skálanum, valdar sögur við langeldinn.

12.01 Nesti borðað í sólinni.

 

Kl.11.01 – 12.31 BLÖRÐUNÁMSKEIÐ MEÐ BLAÐRARANUM. FSÚ.

Námskeiðstími: 90 mín

Í þessari blöðru vinnustofu lærum við að gera skemmtileg blöðrudýr og grunninn í blöðrudýragerð svo við getum gert það sem við viljum úr blöðrum. Blaðrarinn mætir með helling af uppblásnum blöðrum sem krakkarnir fá að beygla í hunda, sverð og hatta.

Kennari: Daníel Sigríðarson

Í bloði Klofningur

 

 

Kl.13.01 BLÖÐRUSÝNING KRAKKANNA. 15. mín. FSÚ.

 

Kl.13.46 SIMON, strengjabrúðuleikhús. 20 mín. Við FSÚ.

Brúðutími: 20 mín

Aldur: Allir

Hinn einstaki Símon sýnir okkur blæbrigði lífs síns, gleði og sorgir. Hann býður okkur að ganga inn í heiminn sinn fullan af einfaldleika, næmni og húmor, því Símon er bara barn sem vill ekki hætta að leika sér, hann er lítill maður eða kannski bara trúður. Þú munt örugglega sjá sjálfan þig í Símoni. Á hans hverfulu leið í gegnum lífið fer Símon í gegnum mismunandi aðstæður: ósætti við elskhuga, sambandið við manneskjuna sem gefur honum líf og síðast en ekki síst stund hans með áhorfendum. Símon er einfaldur maður, eins og þú, eins og ég, með óþreytandi löngun til að halda áfram að leika.

Brúðumeistari/Höfundur: Silvana Soledad Lavitola

Í bloði Klofningur

 

Kl.14.21 MIKILVÆG MISTÖK, einleikur. 25 mín. Við FSÚ.

Sýningartími: 25 mín

Aldur: Allir.

Sirkussýning fyrir leikskólaaldurinn og börn á öllum aldri. Í sýningunni er notast við sirkusáhöld sem börnin tengja við eins og bolta, kubba og sápukúlur. Með mér í sýningunni er, amma gamla, leikin af brúðu sem hvetur mig áfram og sýnir mér að það sé allt í lagi ef eitthvað fer úrskeiðis, mistök séu mikilvægur partur af því að læra.

Sýningin var styrkt af launasjóði listamanna.

Leikari/Flytjandi: Daníel Sigríðarson.

Í bloði Klofningur

 

 

Kl.15.21 ISLAND HOME, einleikur. 35 mín. FSÚ.

Sýningartími: 35 mín

Sýningin er á ensku

Aldur: Allir

Island Home er draumkennt leikrit sem sameinar frásagnarlist, brúður, sprettiglugga (pop-up) og innsetningu. Leikurinn er samansafn af örsögum um hinar stundum stráðu slóðir lífsins. Hver leið hefur sína eigin leið að sýna með töfrum listarinnar. Allar sögurnar eru þó táknrænar og er í raun fléttað saman við það stóra skref að fara að heiman. Hvort heldur það er sjálfviljugur eða ekki. Öll leitum við að okkar eigin stað í heiminum, friði og viðurkenningu.

Kynningarmyndband: https://vimeo.com/229620773/description

Brúðumeistari/Höfundur: Katarína Caková

Í bloði Klofningur

 

 

Kl.19.01 FLOKKSSTJÓRINN, einleikur. 40 mín. FSÚ.

Sýningartími: 40 mín

Aldur: Allir

Flokkstjórinn er einleikur, byggður á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í Unglingavinnu. Sýningin er sett upp sem flokkstjóranámskeið þar sem Flokkstjórinn fer yfir starf sitt og hvernig hægt sé að virkja unglinga í vinnu sem þeir hafa kannski ekki brjálæðislegan áhuga á. Hún segir áhorfendum frá jákvæðnisæfingum og hróssamlokum. Hægt og rólega, kemur í ljós að menningin innan vinnustaðarins er heldur erfiðari en virtist í upphafi og vopn Flokkstjórans duga skammt gegn hópnum sem leggur hana í grimmt einelti. Ferðalag Flokkstjórans er að uppgötva vanmátt sinn, láta sig dreyma um breytingar og tilraun til þess að virkja áhorfandann með sér. Hún spyr mikilvægra spurninga um eðli mannsins, menningu og ábyrgð. Þetta er fyndin sýning en líka átakanleg og fléttast saga Flokkstjórans við starfið, þar sem illgresið verður að táknmynd fyrir ómenningu og slæman móral.

Höfndur/Leikkona: Hólmfríður Hafliðadóttir

Höfundur/Leikstjórn: Magnús Thorlacius

Í boði Málningarbúðin Ísafirði

 

 

Kl. 20.21 THE WAYS OF TANGO, tónleikar. 40 mín. FSÚ

Tónlistartími: 40 mín

Aldur: Allir

Argentínski gítarleikarinn Martin Fedyna býður okkur í ferðalag um hina einstöku sögu tangósins. Með gítar sinn að vopni fetar Fedyna tangó tónlistarsöguna í gegnum valin verk ýmissa höfunda og tímabila en með eigin útsetningum.

Dagskráin er samsett af tónlist eftir Ángel Villoldo, Carlos Gardel, De Caro, Aníbal Troilo, Osvaldo Pugliese, Roberto Grela, Horacio Salgán og Astor Piazzolla ásamt öðrum suður amerískum þjóðlögum.

Gítarleikari: Martin Fedyna

Í boði Verkalýðsfélag Vestfjarða

 

 

Kl. 21.31 SJÓNSKEKKJA, uppistand með Stefáni Ingvari. 50 mín. FSÚ

Hláturtími: 50 mín

Stefán Ingvar er með lausa augasteina. Það hefur haft allskonar áhrif á hann; hann getur ekki orðið flugmaður, mátt aldrei æfa fótbolta eða vera í skátunum og svo sér hann allt skakkt, eða vitlaust.

Sjónskekkja er glænýtt uppistand, klukkustund af svartsýnasta gríni sem þú heyrir í ár.

Stefán Ingvar er meðlimur í uppistandshópnum VHS, sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár með sýningum VHS krefst virðingar og VHS velur vellíðan. Þetta er önnur einkasýning hans en sú fyrsta, Fullkomið ójafnvægi, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó um nokkura mánuða skeið.

Í boði Fisherman

                                                 

Hátíðarlok