Act alone verður haldið dagana 6. - 9. ágúst á Suðureyri. Einstök dagskrá með vel yfir 20 listviðburðum og einsog ávallt er frítt á alla viðburði. Þökk sé styrktarlandi okkar sem er líkt og allsherjarland. Á Act alone í ár má finna eitthvað fyrir alla leiksýningar, tónleika, sirkus, grímusmiðju, myndlist og alls konar list. Að vanda verður hægt að fara ókeypis með langferðabifreið Act alone á millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins Suðureyri. Hlakka til að sjá ykkur öll á Act alone á Suðureyri í einstökum fíling.
Það er ókeypis á Act alone einsog verið hefur frá upphafi. En þeir sem vilja leggja okkur lið og gjöra Actið þannig að enn betri hátíð er bent á reikning og kennitölu Actsins.
Reikn.: 0156 - 26 - 82. Kennitala: 580608 - 0510. Hvert framlag er einstakt.