Act alone leiklistar- og listahátíðin verður haldin 7. - 10. ágúst á Suðureyri. Yfir 20 viðburðir og allt ókeypis. Actið fagnar nú tveggja áratuga tilveru og af því tilefni verður einstaklega vegleg afmælisdagskrá. Fjölbreytileikinn verður í aðalhlutverki þar sem boðið verður upp á leiksýningar, dans, tónlist, ritlist og allskonar list. Einsaklega vegleg dagskrá verður fyrir æskuna og stórfjölskylduna. Trúðanámskeið, loftbelgjanámskeið, brúðuleikhús og töfrasýning. Act alone verður einnig alþjóðleg því boðið verður upp á pólska leiksýningu auk þess sem belgísk/franski trúðurinn Fransoise Simon kætir gesti af einstakri snilld. Meðal listamanna sem koma frá á Actinu í ár má nefna Sigrúnu Waage, Skúla mennska, Mugison, Salóme Katrínu, Gugusar, Jón Víðis, Þórey Birgisdóttur og fleiri og fleiri.
Það er næsta víst að allir muna finna eitthvað við sitt hæfi á Act alone á Suðureyri. Það er eigi nóg að frítt sé á alla viðburði heldur er og hægt að fara ókeypis á hátíðina með langferðabifreið Act alone sem gengur daglega millum Ísafjarðar og Suðureyrar alla Act dagana. Áætlun langferðabifreiðarinnar má finna hér á síðunni auk dagskrá Act alone.
Sjáumst á Actinu 7. - 10. ágúst á Suðureyri verið öll einstaklega velkomin.