Í tilefni af 20 ára afmæli Act alone hefur hátíðin verið lengd um einn dag og stendur því hið einstaka stuð yfir í fjóra daga. Í tilefni tímamótana munu fjölmargir vestfirskir listamenn koma fram. Sómi Vestfjarða Mugison gefur tónin með sérstökum afmælistónleikum Actsins sem verða haldnir í Staðarkirkju. Af öðrum vestfirskum listamönnum má nefna Drífu Kristjónu Garðarsdóttur, Skúla mennska, Salóme Katrínu, Ólínu Þorvarðardóttur og Rúnar Helga Vignisson. Einnig mun vestfirski leikarinn Gunnar Jóhannesson flytja einleik sinn Félagsskapur með sjálfum mér. Af öðrum einleikjum má nefna Ef ég gleymi er fjallar um hinn miskunarlausa hvergi sjúkdóm, alsæmer. Frá Póllandi fáum við einleikinn Dramaternity eftir og með Magdalena Bochan-Jachimek og belgísk/franska leikkonan Fransoise Simon flytur trúðaeinleik sinn Headinig North. Einnig mun Simon vera með trúðanámskeið fyrir krakka.
Actið verður þó eigi bara í þessum heimi heldur verður einnig kikkað yfir í handanheima. Hin vestfirska Anna Birta Lionaraki stýrir handan stundinni en hún hefur haldið fjölda marga opna handan fundi í borginni og nú loksins verður skyggnast yfir um hér vestra. Við munum einnig skyggnast í komandi einleik því haldin verður opin æfing á erlendum einleik Ífígenía í Ásbrú (Iphigenia in Splott). Þetta er verðlaunaverk sem hefur farið sigurför um heiminn. Leikritið fjallar um Ífí, stelpuna sem þú tekur sveig framhjá þegar þú mætir henni hauslausri fyrir hádegi. En það sem þú veist ekki er að þú stendur í ævilangri þakkarskuld við hana. Og nú er komið að skuldadögum. Leikari er Þórey Birgisdóttir.