Þá er 20 Acti lokið. Um tvö þúsund áhorfendur sóttu þá 23 viðburði sem voru á dagskrá afmælisársins. Að vanda var frítt inná alla viðburði einsog verið hefur allt frá upphafi hátíðarinnar, 2004. Við þökkum einlæglega fyrir komuna. Baklandi okkar styrktaraðilum, margir hverjir hafa fyllt okkur frá upphafi, færum við einlægar þakkir án ykkar værum við ekki neitt. Sjálfboðaliðum vorum færum við allra bestu þakkir þið eruð snillingar og við værum bara ekki til án ykkar. Vestfirðingar með Súgfirðingum í framvarðasveit þökkum við fyrir að sækja hátíðina svona vel og í raun umfaðma hana. Þið eruð hjartað.
Act alone verður næst haldin 7. - 9. ágúst 2025 á Suðureyri, nema hvað.
Þeir sem vilja leggja Actinu lið má benda á reikning Act alone
Reikn.: 0156 - 26 - 82. Kennitala: 580608 - 0510. Hvert framlag er einstakt.