Í vikunni gjöðist sá einstaki og ánægjulegi viðburður að endurnýjaður var samstarfssamningur millu Actsins og Ísafjarðarbæjar. Enn ánægjulegra var að hækkun uppá 200.000.- kónur því nú styrkir Ísafjarðarbær hátíðina um 700.000.- krónur. Act alone getur ekki annað en roðnað og þakkað fyrir sig með þennan einstaka samning.
Í samningum kveður á aðkoma beggja aðila til að efla hátíðina og umgjörð hennar ennfrekar. Þannig mun Ísafjarðarbær m.a. sjá til þess að snyrta og gera einleikjaþorpið huggulegt og hreint bæði fyrir og eftir hátíð. Act alone megin munum við m.a. bjóða áfram uppá ókeypis almenningssamgöngur millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins meðan á hátíð stendur og að sjálfsögðu stuðla að einstakri hátíð.
Það styttist óðum í hátíð því Act alone verður dagana 10. - 12. ágúst. Dagskráin er orðin þétt skipuð og einstaklega glæsileg. Boðið verður uppá leiklist, dans, ritlist, tónlist og allskonar. Eitthvað fyrir alla, konur karla og krakka. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar einsog verið hefur frá upphafi. Hvernig er þetta hægt? Spurði maðurinn. Jú, með einstökum styrktaraðilum og svo heilu þorpi sem nefnist Suðureyri.
Sjáumst á Act alone Suðureyri 10. - 12. ágúst. Það kostar enda ekkert.