Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
laugardagurinn 14. apríl 2018 | Elfar Logi Hannesson

Þórhildur Þorleifsdóttir nýr stjórnarformaður Act alone

Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins
Við bjóðum Þórhildi velkomna og hlökkum til samstarfsins

Stjórnaformannsskipti urðu núna í vikunni hjá elstu leiklistarhátíð landsins Act alone á Suðureyri. Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, er gegnt hefur embættinu síðan 2012 fannst nú kominn tími á nýjan í starfið. Óhætt er að segja að síðan 2012  hafi Act alone stækkað og dafnað með ári hverju og nýtur í dag mikilla vinsælda landsmanna sem hafa streymt á hátíðina árlega. Act alone vill nota tækifærið og þakka Jóni Viðari einlæglega hans störf til handa Act alone. Við starfi Jóns tekur engin aukvissi í leikhúsbransanum. Nefnilega Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri. Hana þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið áberandi í íslensku leiklistarlífi síðustu áratugi á öllum sviðum.

Stjórn Act alone er annars skipuð sömu aðilum og áður. Þau eru Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri, Sigurður Pétursson og Súgfirðingarnir Leifur Blöndal og Guðrún Oddný Schmidt. Listrænn stjórnandi Act alone er eftir sem áður Elfar Logi Hannesson, forystusauður.

Act alone verður haldin 9. – 11. ágúst komandi á Suðureyri. Er þetta fimmtánda árið sem hátíðin er haldin. Að vanda er aðgangur að hátíðinni ókeypis og öllum opin sem gerir Act alone um margt einstaka í hinni frábæru listahátíðarflóru landsins. Þegar er búið að bóka 15 einstaka viðburði á Act alone í ár allt frá leiksýningum til tónleika og gjörningalista. Meðal leiksýninga máa nefna barnaleikritin Vera, jólasýninguna Stúfur snýr aftur og dansverkið FUBAR. Tónleika sena ársins er sérlega einstök og fjölbreytt. Hinn vestfirski Siggi Björns snýr aftur vestur eftir marga sigra í úttlandinu, ein vinsælasta söngkona síðustu ár Helga Möller fer yfir sinn söngferil með viðeigandi hætti og söngvarar framtíðarinnar Eyþór Ingi og Jógvan verða með einstaka tónleika. Dagskrá Act alone er enn í mótun en hægt er að fylgjast með á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net  

« Til baka