Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir
mánudagurinn 6. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Stjörnurnar verða á Sjöstjörnu

Runnin er upp einleikin vika. Act alone leiklistarhátíðin verður haldin núna um helgina dagana 9. - 12. ágúst á Suðureyri. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla og ekki skemmir fyrir að það er frítt á allt á Act alone. Lokaundirbúningur stendur nú yfir í einleikjaþorpinu Suðureyri. Aðalbækistöðvar Act alone verða á hinni frábæru Sjöstjörnu. Þar verður slegið upp tjaldi þar sem verður hægt að gæða sér á einleiknum veitingum alla helgina. En gaman er að geta þess að sérstakur súperpassi verður til sölu á hátíðinni þar sem hægt er að kaupa veitingar alla Act alone helgina á hlægilegu verði. Sjöstjarna er tún í hjarta Suðureyrar og þar gerast sannarlega ævintýrin. Eitt er víst Sjöstjarna verður stjörnumprídd alla Act alone helgina.

föstudagurinn 3. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Act alone bolir komnir í hús

Líkt og síðustu ár er gerður sérstakur bolur fyrir Act alone í ár. Litur ársins er rauður sem á sérlega vel við þar sem liturinn er mjög áberandi í leikhúsheiminum. Nægir þar að nefna leikhústjöldin gömlu góðu sem eru oftar en ekki rauð. Act alone bolirnir eru til styrktarhátíðinni og eru þegar komnir í sölu á Fisherman á Suðureyri. Einnig er hægt að panta boli í gegnum netfangið komedia@komedia.is Act alone bolirnir verða að sjálfsögðu til sölu á hátíðinni þ.e. ef þeir seljast ekki upp í forsölunni. Vertu einleikin/n og fáðu þér Act alone bol. 

miðvikudagurinn 1. ágúst 2012 | Elfar Logi Hannesson

Styrktaraðilar Act alone 2012

Vel hefur gengið að fá styrktaraðila til að koma hinni ævintýralegu Act alone 2012 leiklistarhátíð á koppinn. Í vor var svo gerður einstakur samningur við Fisherman sem verður bakhjarl Act alone á Suðureyri næstu fimm árin. Allt þetta sýnir að Act alone hefur sannað sig og er þegar orðin ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar. Act alone þakkar það traust sem okkur er sýnt án okkar frábæru styrktaraðila væri ævintýrið ekki jafn einleikið og það er.

laugardagurinn 28. júlí 2012 | Elfar Logi Hannesson

Einstök dagskrá og frítt inn á allt

Dagskrá Act alone 2012 er sérlega glæsileg og freistandi fyrir alla. Hátíðin hefur nú flutt sig yfir fjörðu í Súgandafjörð og víst er að þar gerast ævintýrin. Act alone verður haldin dagna 9. - 12. ágúst þar sem boðið verður upp á um 20 viðburði og þó það hljómi einsog lygasaga þá er hún það ekki en það er frítt inná alla viðburði Act alone. Dagskráin er nú aðgengileg hér á heimasíðunni og sjaldan hefur  hátíðin verið jafn einleikin og nú. Boðið verður uppá einleikna veislu alla helgina sem hefst með Fiskiveislu á Sjöstjörnunni á Súganda og síðan tekur hver viðburðurinn við af öðrum. Meðal listamanna sem koma fram á Act alone í ár má nefna Árna Pétur Guðjónsson, Ársæl Níelsson, Steinunni Ketilsdóttur, Svavar Knút og Valgeir Guðjónsson. Verið velkomin í einleikjaþorpið Suðureyri á Act alone 9. - 12. ágúst. 

Eldri færslur