Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act Alone 2006

Dagskrá ACT ALONE 2006 er sérlega glæsileg með tíu íslenskum einleikjum og þremur erlendum gestaleikjum. Óhætt er að segja að stærsti viðburður hátíðarinnar sé koma Bandaríska leikarans Eric Bogosian sem er eitt stærsta nafnið í einleikjaheiminum síðustu áratugi. Leikir hans hafa unnið til fjölmargra verðlauna og hafa verið sýndir við miklar vinsældir. Á Act alone mun hann sýna leikinn The worst of Eric Bogosian. Nýjung á Act alone í ár er að nú verður einnig boðið uppá leiklistarnámskeið. Það er rétt að hafa hraðan á og skrá sig sem fyrst á námskeiðin því þátttakendafjöldi er takmarkaður. Einnig verður haldin bókamarkaður í Hömrum meðan á hátíðinni stendur þar sem boðið verður uppá ýmsar leikbókmenntir allt frá leikritum til ævisagna þekkra leikara. Að vanda er ókeypis inná ACT ALONE.

 

DAGSKRÁ ACT ALONE 2006 29. JÚNÍ - 2. JÚLÍ


 

Fimmtudagur 29. júní

 

Kl. 21. Setning Act alone 2007 í Hömrum


Opnunarsýning:

THE WORST OF ERIC BOGOSIAN

Leikari: Eric Bogosian
Höfundur: Eric Bogosian
Leikstjórn: Jo Bonney

Einn mesti einleikari síðustu áratuga er bandaríski leikarinn Eric Bogosian. Hann semur leiki sína sjálfur og hafa þeir notið mikilla vinsælda um heim allan. Þekktustu leikir hans eru Wake Up and Smell the Coffee, Pounding Nails in the Floor With My Forehead, Drinking in America og Sex, Drugs and Rock & Roll. Í þessari sýningu fáum við að sjá valda kafla úr þessum leikjum auk annars efnis úr smiðju Bogosian. Leikir hans einkennast af svörtum húmor og samfélagslegri ádeilu. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir einleiki sína m.a. Drama Desk verðlaunin og Obie verðlaunin. Eiginkona Bogosian er Jo Bonney, leikstjóri, og hefur hún leikstýrt mörgum einleikja hans.

"Bogosian commands the stage with pulse-pounding life."
St. Louis Post Dispatch

Nánari upplýsingar um Eric Bogosian er á heimasíðu kappans
www.ericbogosian.com

Boðið verður uppá léttar veitingar að sýningu lokinni.


Föstudagur 30. júní Kl. 12.

Hádegisleikhús á Hótel Ísafirði. Boðið verður uppá fiskrétti á hlægilegu verði. Sýndir verða einleikirnir Línuívilnun og Ætlar maðurinn að detta:

 

Kl. 12.12. LÍNUÍVILNUN
Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundur: Hallgrímur Oddsson

Maður kemur í pontu til að halda fyrirlestur um línuívilnun. Viðfangsefnið tekur hins vegar skjótum breytingum og leiðist umræðan yfir í allt önnur mál m.a. um skattinn og samskipti kynjanna. Að endingu kemst ræðumaður þó að niðurstöðu sem tengir öll þessi ólíku mál saman.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Kómedíuleikhússins
www.komedia.is


Kl. 12.32. ÆTLAR MAÐURINN AÐ DETTA

Leikari: Eyvindur P. Eiríksson
Höfundur: Eyvindur P. Eiríksson

Rakari klippir mann og spjallar við hann meða þeir fylgjast með manni sem virðist ætla að detta ofan af húsi. Dettur hann eða ekki?


Leiklistarnámskeið í Háskólasetri Vestfjarða
Kl. 13.30 - 15.30. UPPISTAND OG TRÚÐUR.
Kennari Zeljko Vukmirica.
Það er ekki auðvelt að standa einn á sviði. Hvað þá að leika trúð eða að fást við uppistand. Zeljko Vukmirca hefur árlalanga reynslu á þessu sviði og mun á námskeiðinu miðla af reynslu sinni eins og honum einum er lagið. Hér er á ferðinni skemmtilegt uppistand með trúðslegu ívafi.


kl. 16.00 - 18.00. KÓMEDÍU- OG GRÍMULEIKUR.
Kennari Ole Brekke
Ole Brekke hefur fengist mikið við kómedíu og grímuleik. Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti grímuleiks og hvað þarf til þess að gríman virki á leiksviðinu. Hlátur og gleði verður í aðalhlutverki hér og ýmsar grímur munu verða á þátttakendum.


Kvöldsýningar í Hömrum


Kl: 20 HISTORY OF MY STUPIDITY

Leikari og höfundur: Zeljko Vukmirica

Króatíski leikarinn og Íslandsvinurinn Zeljko Vukmirica er í fremstu röð leikara í sínu heimalandi og er sagður vera Mr Bean Króatíu. Hann er landsmönnum ekki ókunnur því hann neyddist til að flýja heimalandið þegar styrjöldin geysaði þar og kom þá til Íslands. Bjó hann á Flateyri og starfaði við fiskvinnslu hjá Hjálmi. Árið 2005 kom Zeljko aftur til Íslands til að sýna og taka þátt í ACT ALONE. Sýndi hann einleikinn Mr Single við frábærar viðtökur. Zeljko Vukmirica er einkum þekktur fyrir einleiki sína og er óhætt að segja að hann sé í fremstu röð einleikara í Evrópu í dag. Zeljko kemur með vinsælasta einleik sinn á ACT ALONE í ár. History of My Stupidity sem hefur verið sýndur við miklar vinsældir um heim allan allt frá því hann var frumsýndur árið 1979. Enda er sýningartala leiksins glæsileg eða yfir 1000 sýningar.


Kl. 21.30. SÖGUÞRÁÐUR
Vídeó innsetning eftir Helgu Arnalds.
Sýnt alla helgina.


Kl. 22. GLÆSIBÆJAREINTÖLIN

Leikari: Benóný Ægisson
Höfundur: Benóný Ægisson
Glæsibæjareintölin eru vaðall ófullburða leikpersóna. Þau eru örvæntingarfull tilraun þeirra til að vera til þó þeim hafi verið varpað fyrir róða. Persónurnar eru draugagangur í sköpunarverki höfundarins sem hefur klippt þær út um leikritum, hætt við að nota þær eða komið þeim fyrir í leikritum sem aldrei fóru á svið. Þær eru munaðarleysingjar sem krefjast tilveru og raddar sem enginn vill gefa þeim nema höfundurinn sem neyðist til þess vegna ístöðuleysis og samviskubits. Persónurnar eru svo þjáðar af lélegu sjálfsmati að eftir að ákveðið var að opinbera þær hefur höfundurinn mátt búa við ásakandi muldur þeirra í innra eyranu og fyrirfram fullvissu þeirra um að hann klúðri því tækifæri sem þær fá til að upplifa sýndarveruleika sinn.

Nánari upplýsingar á heimasíðu höfundar
www.isholf.is/benaegis/


Laugardagur 1. júlí

Leiklistarnámskeið í Háskólasetri Vestjarða

 

Kl. 10 - 12. KÓMEDÍU- OG GRÍMULEIKUR

Sýningar í Hömrum


Kl. 13.00. MJALLHVÍT

Leikhúsið 10 fingur
Leikari: Helga Arnalds
Myndir í leikmynd: Áslaug Snorradóttir
Leikmynd og brúður: Helga Arnalds
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
Leiksýningin Mjallhvít hefur hlotið einróma lof áhorfenda jafnt barna sem
fullorðinna. Í sýningunni leiðir sögukonan Helga Arnalds áhorfendur í gegnum
þessa sígildu sögu á mjög óvenjulegan og spennandi hátt, nefnilega með
töfrabrögðum, brúðum, grímum og söng.

"Ekkert hik eða fum er á þessari færu brúðuleikkonu sem hlýtur að vera í hópi
þeirra bestu hér á landi - og þótt víðar væri leitað."
Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið

Nánari upplýsingar á heimasíðu 10 fingur
www.mmedia.is/tiufingur


Kl. 14.30. SÚPAN HENNAR GRÝLU

Sögusvuntan
Leikari: Hallveig Thorlacius
Handrit og brúður: Hallveig Thorlacius
Leikstjórn: Helga Arnalds
Ævintýrið um ósýnilegu tröllastelpuna sem Grýla ætlar að stinga í súpupottinn sinn hefur flakkað víðsvegar um heiminn. Hún hefur verið á ferð um Ísland, Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Finnland, Grænland, Kanada, Bandaríkin, Bretland, Kína og Rússland. Áhorfendur eru mjög virkir þátttakendur í þessari sýningu og lögð áhersla á að þeir séu hinar raunverulegu hetjur sögunnar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Sögusvuntunnar
www.xx.is/sogusvuntan


Kl. 16.00. DIMMALIMM

Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Sigurþór A. Heimisson
Leikmynd: Kristján Gunnarsson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Sigurþór A. Heimisson
Búningar: Alda V. Sigurðardóttir
Brúður: Alda V. Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Sigurþór A. Heimisson
Leikurinn er byggður á samnefndu ævintýri eftir Mugg og hefur notið gífurlegra vinsælda allt frá því ævintýrið kom fyrst út á bók árið 1942. Ævintýrið fjallar um prins sem verður fyrir því óláni að verða breytt í svan af norninni Bauju. Þegar Dimmalimm prinsessa kemur til sögunnar tekur sagan á sig ævintýralegar myndir enda getur allt gerst í ævintýrunum.

,,Í heildina er einleikurinn Dimmalimm fallegur, og ekki síst einlægur."
Eiríkur Örn Norðdahl, BB

Nánari upplýsingar á heimsíðu Kómedíuleikhússins
www.komedia.is


Kl. 20.00. OTOMOTO

Leikari og höfundur: Ole Brekke
Ole Brekke kemur frá Danmörku og starfækir þar eigin leiklistarskóla The Commedia School í Kaupmannahöfn. Látbragð, trúðsleikur og kómedíuleikur er í aðalhluverki í skólanum. Ole Brekke starfar einnig sem leikari og kemur m.a. fram í gerfi trúðsins Otomoto. Það er einmitt hann sem við fáum að sjá og heyra frá á ACT ALONE 2006. Otomoto ætlar að halda tónleika en margt fer öðruvísi en áætlað er og ýmsar óvæntar uppákomur og truflanir gera leiðina að takmarkinu erfiða. Allir hlutir vekja forvitni Otomoto, jafnvel hlutir meðal áhorfenda fanga athygli hans. Hann leikur við hvern sinn fingur og jafnvel jogglar með þá hluti sem verða á vegi hans. Otomoto kemur frá einhverjum allt öðrum stað en við hin. Skemmtun fyrir börn á öllum aldri.

,,Það er laust pláss fyrir þig hjá okkur, velkominn."
Umedalen Geðveikraspítalinn, Umea, Svíþjóð.


Kl. 22.00. THE POWER OF LOVE (HIÐ FULLKOMNA DEIT)

Leikari: Halldóra Malin
Höfundur: Halldóra Malin
Undirleikur: Þórunn Gréta Sigurðardóttir
Hvað gæti verið það versta sem ég gæti gert sem tilvonandi listamaður?
Gert ömurlega hallærislegt verk um glataða hversdagslega hluti. Hluti sem ég skammast mín fyrir, hluti sem ég kann ekki einusinni, hluti sem pirra mig, jafnvel hluti sem ég hef geðveika fordóma fyrir. Þetta eru hlutir sem mér finnst og held að öðrum finnist óáhugaverðir. Lítilvægir hlutir. Hlutir einsog litil klisjuleg setning úr ástarballöðu eða fyrirfram planað, útpælt, ofhugsað og vandræðalegt stefnumót.
Vinir, veriði velkomin með mér í mína verstu hræðslu......að vera hallærisleg.
Halldóra Malin


Sunnudagur 2. júlí
Leiklistarnámskeið í Háskólasetri Vestfjarða.

 

Kl. 10 - 12. Uppistand og trúður.

Sýningar á Þingeyri

Víkingasviðið


Kl. 14. GÍSLI SÚRSSON (á ensku)

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Jón Stefán Kristjánsson
Leikmynd: Jón Stefán Kristjánsson
Búningar: Alda V. Sigurðardóttir
Leikmunir: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson
Gísli Súrsson byggir á einni af þekktustu Íslendingasögunum. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og verða brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.

,,It was a brilliant & funny one-man show."
Nela frá Bavaria.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Kómedíuleikhússins
www.komedia.is

Félagsheimilið


Kl. 16. ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN

Leikari: Felix Bergsson
Höfundur: Felix Bergsson
Leikmynd og brúður: Helga Arnalds
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Aðstoð á sviði: Unnar Geir Unnarsson
Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir
Ævintýrið um Augastein er klassísk jólasaga, með óvæntri fléttu. Steinn gamli, í minjagripabúðinni, er í miðju kafi að undirbúa jólin þegar krummi vinur hans kemur í heimsókn. Í kjölfarið fer gamli maðurinn að segja krumma uppáhalds jólasöguna þeirra, söguna af litla drengnum sem lenti fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna rétt fyrir jól. Á þeim tíma voru jólasveinarnir engir auðfúsugestir, enda þjófóttir og stríðnir. Þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við þessa krakkarófu, sem horfir á þá stórum, saklausum augum. Steinn syngur fyrir krumma, bregður sér í hlutverk sveinanna og allt í einu fara skrýtnir skuggar á sveim. Það skyldi þó aldrei vera að Grýla sé komin á stjá?

,,Felix er hér í sínu besta formi... einlægnin þvílík að sterkt samband myndast við áhorfendur án nokkurra hafta."
Sveinn Haraldsson, Morgunblaðið

Nánari upplýsingar á heimasíðu Leikhópsins Á senunni
www.senan.is


Kl. 21. MIKE ATTACK

Leikari og höfundur: Kristján Ingimarsson.
Leikstjóri: Rolf Heim

Verið velkomin á ACT ALONE 2006 og með ósk um góða skemmtun
Kómedíuleikhúsið