Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act Alone 2007

Ísafirði 27. júní - 1. júlí
Dagskrá

 

Miðvikudagur 27. júní

 

Kl. 20. Alþýðuhúsið
Setning Act alone 2007


Opnunarsýning

LEIKUR EINN
Gísli Súrsson kemur við sögu í myndinni.
Heimildarmynd
Framleiðandi: digi-Film
Handrit og leikstjórn: Jóhannes Jónsson

Í þessari heimildarmynd er litið inn á alþjóðlegu leiklistarhátíðina Act Alone sem haldin er árlega á Ísafirði og skyggnst inn á það svið leikhússins sem einleikur kallast. Reynt er að öðlast innsýn í einleiksformið og fá svör við ýmsum spurningum; hvað felst í hugtakinu einleikur? hvernig finnst mönnum að glíma við þetta form? - og ekki síst: hvert er vægi hans í tilveru leikhúsins? Rætt er við aðstandendur hátíðarinnar og þáttakendur.
Leikur einn var sýnd í Sjónvarpinu síðastliðið haust og var sýnd á kvikmyndahátíð á Egislstöðum í vetur. Myndin var gerð árið 2005 meðan á Act alone hátíðin stóð yfir og eru sýnd brot úr einleikjum á borð við Gísla Súrsson og Ferðir Guðríðar.


Kl. 21.00 Hamrar

Léttar leikhúsveitingar og einleikin stemning

 

Kl. 21.15 Hamrar
Kokteilleikhús

Sýndir verða tveir stuttir einleikir

 

NEFNDARFORMAÐURINN
Litli Leikklúbburinn
Leikari: Árni Ingason
Höfundur: Benóný Ægisson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

,,Þegar kemur að nefndarstörfum kalla ég ekki allt ömmu mína. Ég hef meðal annars verið í búfjárveikivarnarnefnd og margur kjúklingurinn hefur fallið í valin að fyrirmælum mínum..."

 

ÁLITSGJAFINN

Litli Leikklúbburinn
Leikari: Marta Sif Ólafsdóttir
Höfundur: Benóný Ægisson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

,,É..
Ég...
Ég er...
..kolgeit..
...kolgeit-kona...
Ég er kolgeit-kona"


Fimmtudagur 28. júní

 

Kl.13.30 - 16.00 Háskólasetur Vestfjarða
Leiklistarnámskeið

 

BRÚÐULEIKHÚS

Kennari: Helga Arnalds, brúðuleikari
Tími: 28. júní - 30. júní
Kennslustundir: 9
Verð: 10. þúsund
Taka þátt: Sendið tölvupóst á komedia@komedia.is

Við lifum á tímum sem einkennast af nálgun, samruna og hverfandi landamærum. Allt má blanda saman nýju og gömlu, myndlist, orðum tónlist, leiklist, kvikmyndalist og dansi. Allar greinar listarinnar hafa orðið fyrir áhrifum af þessum straumum. Brúðuleikhús er kannski sú listgrein sem hefur orðið fyrir mestum breytingum á stuttum tíma. T.d. var litið á það sem fúsk eða stórslys - ef ekki beinlínis klúrt - ef sást í brúðustjórnanda fyrir svona 30 árum. En þetta skref fram fyrir skerminn leysti nýja krafta úr læðingi og kom af stað spennandi ferli.
Hvert tímabil á sér sínar forsendur og það var sú tíð að brúða sem hreyfðist, að því er virtist af sjálfu sér, var galdri líkust, en í dag - á tímum tölvunnar - er galdurinn fólginn í öðru en hreyfitæknni brúðunnar. Nú er kveikjan að galdurinn er fólginn meira í sambandinu milli brúðu og leikara. Milli efnis og anda. Myndmál er að sækja á gagnvart orðinu og leiksýningar smám saman að verða myndrænni. Snertipunktur myndlistar og leiklistar er að verða meira áberandi og enmitt á þessum snertipunkti er brúðuleikhúsið.
Á námskeiðinu gerir hver þátttakandi eina brúðu sem getur verið hans "alter ego" eða æðra sjálf hluti af honum sjálfum. Hans besta, versta ósýnilegasta, draumkenndasta hlið sem hann myndgerir og tjáir með brúðunni.
Helga Arnalds hlaut menntun sína í leiklistarháskólanum Instituto del Teatro í Barcelona og í leiklilstarháskólanum DAMU í Prag. Hún stundar nú myndlistarnám við Listaháskóla Íslands. Helga hefur rekið leikhúsið 10 fingur í ein 12 ár en auk þess hefur hún leikstýrt, hannað búninga, brúður og grímur fyrir ýmis leikhús og sjónvörp.


EINLEIKUR

Kennari: Ole Brekke, skólastjóri The Commedia School í Danmörku
Tími: 28. júní - 30.júní
Kennslustundir: 9
Verð: 10 þúsund krónur.
Taka þátt: Sendið tölvupóst á komedia@komedia.is

Að leika einn þýðir að þú hefur ekki mikla valmöguleika á því hver meðleikari þinn verður í verkinu. Þeir einu sem eru með þér eru áhorfendur, hópur fólks sem gæti gert hvað sem er. Hópur sem þú þekkir ekki vel og að auki er nýr hópur hverju sinni. Maður þarf að geta svarað sjálfkrafa og skapandi til hvers nýs hóps, til að geta leikið með og án mannfjöldans með þeirra viðbrögðuðm gagnvart þínu verki. Þetta námskeið mun kenna þér brögð til að framkalla þá næmni og hvittni og hjálpar þér við að líða vel í þessari einmannalegu stöðu þessarar óvissu.
Ole Brekke hefur áralanga reynslu af einleiknum bæði sem leikari og kennari. Hann starfrækir eigin leiklistarskóla, The Commedia School, í Kaupmannahöfn í Danmörku. Látbragð, trúðsleikur og kómedíuleikur er í aðalhlutverki í skólanum. Ole Brekke hefur gert garðinn frægan sem trúðurinn Otomoto sem hefur skemmt börnum á öllum aldri víða um heim. Otomoto verður á dagskrá Act alone í ár en hann var einnig gestur hátíðarinnar í fyrra. Nú snýr hann aftur með splunkunýtt ævintýri Otomoto.


Kl. 17.00 Austurvöllur

AUMINGJA LITLA LJÓÐIÐ

Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Tónlist: Jónas Tómasson
Höfundur: Hallgrímur Oddsson

Er ljóðið dautt? Þessi klassíska spurning hefur verið lífseig í gegnum árin og er höfundi verksins tilefni til vangaveltna um stöðu ljóðlistarinnar í nútíma samfélagi. Í verkinu er saga ljóðlistarinnar rakin í stuttu máli allt frá upphafi til nútímans. Fjölmörg ljóð eru í leiknum og eru þau öll sótt í smiðju vestfirskra skálda og má þar nefna Stein Steinarr, Jón úr Vör, Steingerði Guðmundsdótur og Guðmund Inga Kristjánsson.

Nánar  www.komedia.is


Kl.20.00 Edinborgarhúsið

THE SECRET FACE

Leikari: Pálína Jónsdóttir
Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir
Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Búningar: Filippía Elísdóttir
Kvikmynd: Elísabet Rónaldsdóttir
Leikstjórn: Steinunn Knútsdóttir

The Secret Face eða Blinda kindin eftir Elísabeti Jökulsdóttur er ævintýraleg tragíkómedía um ástfangna konu sem er að bíða eftir ,,heimspressunni.". Á mörkum draums og veruleika í landslagi náttúru og margmiðlunnar takast á gleði og martröð persónunnar sem renna saman í stórbrotið sjónarspil.
Nánar á www.sjonlist.com


Kl. 22.00 Hótel Ísafjörður

Kaffileikhús

 

EINLEIKIN KONA STEINGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Dagskrá um Steingerði Guðmundsóttur sem sérhæfði sig í einleiknum og lék marga leiki hér á landi á síðustu öld. Steingerður var fjölhæf listakona hún samdi leikrit, ljóð og var einnig leiklistargagnrýnandi um tíma. Jóna Símonía Bjarnardóttir flytur erindi um Steingerði, Elfar Logi Hannesson flytur nokkur ljóð eftir hana  og Jón Viðar Jónsson flytur erindi um Steinerði sem leiklistargagnrýnanda. Síðast en ekki síst verður fluttur útvarpseinleikur, Börn á flótta, eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Leikurinn er fluttur í samstarfi við Útvarpsleikhúsið.

Börn á flótta
Leikari: Geirlaug Þorvaldsdóttir
Höfundur: Steingerður Guðmundsdóttir


 

Föstudagur 29. júní

 

Kl.12.00 Hótel Ísafjörður
Hádegisleikhús

Boðið verður uppá fiskrétt og kaffi á aðeins 1.500.- kr.

 

Sýndir verða leikirnir

UM SKAÐSEMI TÓBAKSINS
Litli Leikklúbburinn
Leikari: Ársæll Níelsson
Höfundur: Anton P. Tsjekhov
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

,,Heiðruðu dömur, og á sína vísu, heiðruðu herrar. Þess hefur verið farið á leit við konu mína, að ég flytti hér einskonar alþýðlegan fyrirlestur til styrktar góðu málefni."


LOVERMAN

Litli Leikklúbburinn
Leikari og höfundur: Hallgrímur Hróðmarsson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson

,,Ég má ekki vera of áberandi í kvöld. Ekki datt mér í hug hér fyrir þremur árum þegar ég kom hingað vestur að ég ætti eftir að taka þátt í þessu."


Kl. 13.30 Hamrar

PÍLA PÍNA
Leikari: Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Höfundur: Kristján frá Djúpalæk
Tónlist: Heiðdís Norðfjörð
Undirleikur: Sigríður Ragnarsdóttir

Klassíkt ævintýri um músina Pílu Pínu sem fer í ævintýraleit.


Kl. 14.30 - 16.30 Háskólasetur Vestfjarða

Leiklistarnámskeið - dagur tvö
Brúðuleikhús
Einleikur


Kl. 17.00 Hamrar

Tvíleikin gestasýning

 

Hrafnkelssaga Freysgoða

Stoppleikhópurinn
Leikarar: Eggert Kaaber, Sigurþór A. Heimisson
Leikgerð og leikstjórn: Valgeir Skagfjörð
Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson

Hrafnkelssaga Freysgoða eða Hrafnkatla, er í hópi þekktustu Íslendingasagna. Þar segir frá því þegar Hrafnkell Freysgoði drepur Einar Þorbjarnarson smalamann fyrir þá sök að ríða hestinum Freyfaxa í leyfisleysi. Í kjölfarið stefnir Sámur Bjarnason Hrafnkeli fyrir vígið og dregur það mál mikinn dilk á eftir sér.
Nánar á www.stoppleikhopurinn.com


Kl. 20.00 Edinborgarhúsið

OTOMOTO: The Authority – Gestasýning frá Danmörku

Leikari og höfundur: Ole Brekke

Lífi nútímanns er stjórnað og mótað af yfirvöldum. Hmmm? Það er það sem yfirvöldin vilja trúa. En við vitum öll að okkar lífi er stjórnað og mótað af mistökum, misskilningi, að ,,fatta ekki djókið" og öðrum óhöppum. Þetta veit hvert mannsbarn. Þessvegna hafa þau gaman af trúðnum Otomoto. Fullorðnir munu einnig skemmta sér og kannast við ýmis kunnugleg óhöpp sem Otomoto verður fyrir á leið sinni til að spila á tónleikum.


Kl. 22.00

AÐ LEIKA EINN
Málþing um einleikjaformið. Leikarar Act alone sitja fyrir svörum.
Stjórnandi: Smári Haraldsson


 

Laugardagur 30. júní

Kl. 10.00 - 12.00 Háskólasetur Vestfjarða
Leiklistarnámskeið - lokadagur

Brúðuleikhús
Einleikur


Kl. 13.00 Hamrar

MR TROSS - Gestasýning frá Eistland

Leikari og höfundur: Toomas Tross
Leikstjórn: Haide Mannamae

Mr Tross er atvinnu leikhúsræstitæknir og er mjög stoltur af starfi sínu. Hann hefur verið ráðin til að þrífa Hamra að lokinni sýningu en ákveður að mæta soldið fyrr og sjá sýninguna. Tross mætir síðastur í salinn og á í erfiðleikum með að finna sér sæti því hann var ekki búinn að panta miða. Á einhvern undarlegan hátt endar hann uppá leiksviði og er þar staddur í sviðsljósinu. Auðvitað halda allir að hér sé leikari sýningarinnar og fáa grunar að hann er ræstitæknir. Mr Tross þykir mjög vænt um áhorfendur og þar sem hann er nú einu sinni kominn á sviðið þá ákveður hann að sýna Ræstitækna leikritið. Hann galdrar, synur og sýnir fimleika. Allt fyrir áhorfendur sem hann elskar og vonast um leið til að vera dáður af þeim.


Kl. 14.30

SMJÖRBITASAGA

Sögusvuntan
Leikari, höfundur, brúður og leikmynd: Hallveig Thorlacius
Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir

Leikurinn fjallar um strákinn Smjörbita og Gullintanna hundinn hans. Þeir eru gráðugir í nýsteiktar kleinur og það verður Smjörbita litla dýrkeypt, þegar stærðarinnar tröllskessa kemur arkandi ofan úr fjöllunum í leit að strák í súpu handa dóttur sinni. Hún platar hann til fjalla. Þá verða áhorfendur að beita ýmsum brögðum til að Smjörbiti lendi ekki í súpupottinum hennar....
Sýningin hefur ferðast um hálft Grænland þar sem Smjörbiti gengur undir nafninu Punniminneq.
Nánar á www.xx.is/sogusvuntan/


Kl. 16.00 Hamrar

SÓLARSAGA

Leikhúsið Tíu fingur
Leikari, handrit, brúður: Helga Arnalds
Tónlist: Eyþór Arnalds
Leikstjórn: Helga Braga Jónsdóttir

Sagan er fléttuð úr þjóðsögum af sólinni frá ýmsum löndum. Hún gerist fyrir langa löngu. Þegar Sólin var bæði fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hláturmild. Á hverjum morgni sungu dýrin og mennirnir sólarsöngin svo jörðin snérist í hringi af gleði. En á annarri plánetu í sólkerfinu bjó Hnetukonungurinn ásmat Plágu litlu prinsessu. Kónginum þótti svo vænt um dóttur sína að hann gat ekki neitað henni um neitt. En Plága prinsessa átti afmæli og vasalings kónginum kom ekkert í hug til að gefa henni sólina. Það er á þessu andartaki í sögunni sem kemur í hlut okkar áhorfendanna að sýna hvað í okkur býr því ekki getum við látið dýrin á jörðinni krókna úr kulda. Eins og í öðrum sýningum leikhússins taka börnin virkan þátt í sögunni og ekki stendur á þeim að bjarga heiminum á einum morgni eða eftirmiðdegi.


Kl. 17.00 Langi Mangi

EINN Á SVIÐI

Fyrirlestur
Elfar Logi Hannesson fjallar um nokkra fræga einleikara þar á meðal Dave Allen, Eric Bogosian og Ruth Draper.


Kl.20.00 Hamrar

ÞRYMSKVIÐA OG IÐUNNAREPLIN

Stoppleikhópurinn
Leikari: Eggert Kaaber
Leikgerð: Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir
Leiktjöld: Edwin Kaaber
Leikmunir: Guðrún Öyahals
Leikstjórn: Margrét Kaaber

Byggir á sögunum, Iðunn og eplin og Þrymskviða. Leikverkið er litrík ævintýraferð um heim norrænnar goðafræði en markmiðið með sýningunni er að kynna fyrir börnum helstu sögupersónur goðafræðinnar ásamt þekktustu sögubrotum hennar.
Þrymskviða segir frá því þegar hamri Þórs, Mjölni, er stolið. Eftir bollaleggingar Þórs og Loka heimsækir Loki síðan Jötunheima. Þar kemst hann að því að eina leiðin til að fá hamarinn Mjölni til baka er að Freyja gangi að eiga Þrym. Þetta tekur Freyja ekki í mál og upphefst þá spennandi atburðarás því Þór og Loki ákveða að dulbúa sig sem Freyja og fylgdamey hennar.
Iðunn og eplið segir frá því þegar Loki tælir Iðunni burt úr Ásgarði til Miðgarðs. Þar birtist jötuninn Þjasi, í Arnarlíki, og nemur hana á brott. Allt er í upplausn í Ásgarði því án Iðunnar og eplanna eldast goðin og deyja en jötnar munu lifa að eilífu.
Nánar á www.stoppleikhopurinn.com


Kl.22.00 Hamrar

SKRÍMSLI

Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundur: Pétur Eggerz
Tónlist og hljóðmynd: Guðni Franzson
Skrímslateikningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikmynd: Pétur Eggerz
Leikstjórn: Pétur Eggerz

Frá örófi alda hafa skrímsl af ýmsum toga reglulega sést í sjó og vötnum á Íslandi og frásögur af samskiptum þeirra við landsmenn frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar fylla heilu ritsöfnin. En hverjar eru þessar dularfullu verur, hvar er þær helst að finna og hvernig er best að bera kennsl á þær?
Þessum spurningum svarar skrímslafræðingurinn Jónatan Þorvaldsson og setur um leið fram óvéfengjanlegar sannanir fyrir tilvist skrímsla í sjó og vötnum á Íslandi.
Nánar á www.komedia.is


 

Sunnudagur 1. júlí

 

Kl. 14.00 Félagsheimilið Þingeyri
HÖLL ÆVINTÝRANNA

Möguleikhúsið
Leikari og höfundur: Bjarni Ingvarsson
Leikmynd, búningar og leikgerfi: Katrín Þorvaldsdóttir
Tónlist: Jónas Þórir
Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson

Sagnaþulur nokkur á stefnumót við áhorfendur. Í farteskinu hefur hann sögur og ævintýri sem hann færir í leikrænan búning á einfaldan hátt. Geiturnar þrjár trítla yfir brúna þar sem tröllið ógurlega liggur í leyni, undurfögur höll býr yfir ótal ævintýrum og haltur hani svífur um loftin blá á vængjum ímyndunaraflsins.
Hér er á ferðinni leiksýning fyrir áhorfendur á aldrinum 2ja til 8 ára þar sem börnin fá að taka virkan þátt í atburðarásinni og gleyma sér í heimi ævintýranna um stund.
Nánar á www.moguleikhusid.is


Kl. 15.30 Félagsheimilið Þingeyri

ÉG LÍT Í ANDA LIÐNA TÍÐ

Leikari og höfundur: Guðrún Ásmundsdóttir
Sópran: Alexandra Chernschova
Baritone: Þórhallur Barðason
Undirleikur: Sigríður Ragnarsdóttir

Guðrún Ásmundsdóttir er einn ástsælasti listamaður okkar og hefur frá mörgu að segja. Hún er sögumaður af guðs náð og í þessari sýningu segir hún frá því þegar hún kom í leikferð á Ísafjörð fyrir 40 árum með leikritið Ævintýri á gönguför. Með í för voru Ísfirðingarnir Brynjólfur Jóhannesson og Áróra Halldórsdóttir sem sögðu henni frá leikhúsinu á Ísafirði og þar kynntist hún einnig leikkonunni Sigrúnu Magnúsdóttur. Inn í sögu þeirra verður fléttuð saga Sigvalda Kaldalóns, þegar hann lifði og starfaði sem læknir að Ármúla við Ísafjarðardjúp. Karl Oluf Bang fóstursonur Sigvalda kemur einnig við sögu í leiknum. Hér er á ferðinni einstakt söguleikhús sem enginn ætti að missa af.


Kl. 17.00 Félagsheimilið Haukadal í Dýrafirði

Myndlistarsýning


VESTFIRSKIR EINFARAR
Myndlistarsýning á verkum eftir listahjónin Gunnar Guðmundsson og Guðmundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í Dýrafirði. Bæði fóru sínar eigin leiðir í listinni og eru því í hópi svonefndra einfara í hinum íslenska myndlistarheimi.


Kl. 17.30 Félagsheimilið Haukadal í Dýrafirði

Söngvar fyrir börn
Höfundur og flytjandi: Þórarinn Hannesson

Þórarinn Hannesson hefur verið viðloðandi tónlist í hartnær 30 ár og komið fram sem söngvaskáld með sitt eigið efni í 20 ár. Í þessari dagskrá fyrir börn á öllum aldri flytur hann eigin lög og texta sem og ljóð sem fjalla um uppvaxtarár hans á Bíldudal. Einnig mun hann flytja eigin lög við texta eftir skáldið og uppfræðarann Herdísi Egilsdóttur sem gefin verða út á geisladiski í sumar til styrktar Regnbogabörnum. Textarnir fjalla um hinar ýmsu dyggðir t.d. Traust, Tryggð, Vinsemd, Ábyrgð og Þolinmæði. Ber diskurinn nafnið Ég vinur þinn er.

Hátíðarlok