Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Act Alone 2010

Dagskrá

 

Föstudagur 13. ágúst

Silfurtorg Ísafirði Kl: 15.00. 
JOHNNY SLÆR Í GEGN - TRÚÐLEIKUR
Silfurtorg, í miðbæ Ísafjarðar
Leikari, höfundur, búningar: Ársæll Níelsson
Leikstjórn: Ole Brekke

Flækingurinn Johnny væflast um landið í leit að stóra tækifærinu. Honum er margt til lista lagt en hefur ekki gefist kostur á að sýna sig og sanna. Hans heitasti draumur er að slá í gegn og hljóta viðurkenningu fyrir snilligáfu sína í sviðslistum. En þegar tækifærið gefst, getur hann þá staðið undir væntingum?
Ársæll hefur nýlokið leiklistarnámi frá Kaupmannahöfn. Þessi sýning er byggð á lokaverkefni hans á fyrra ári.


Austurvöllur Ísafirði Kl: 17.00

HUGLEIÐINGAR Á AUSTURVELLI
Austurvöllur, garðurinn við hliðina á sundhöllinni
Hörður Torfa

Hörður Torfa stóð í ströngu veturinn 2008 – 2009 á Austurvelli í Reykjavík. En Austurvöllur er víða líka á Ísafirði og hér fjallar Hörður í gegnum sönginn og sögurnar um þennan einstaka tíma á Austurvelli þennan sögulega vetur í Íslandssögunni.


Edinborgarhúsið Kl: 20.00

Gestasýning frá Silamiut leikhúsinu í Grænlandi:
LONG, LONG AGO….
Edinborgarhúsið
Leikari: Makka Kleist
Leikstjórn: Svenn B. Syrin
Silamiut leikhúsið í Grænlandi

Í þessari sýningu býðst áhorfendum einstakt tækifæri til að fræðast um rætur og menningu Inúíta. Sýningin innheldur þrjár Inúítasögur sem heita Creation story, The Mother of the Sea og The Sacred gift of the Celebration.


Edinborgarhúsið Kl: 22.00

I'M A COP
Edinborgarhúsið
Leikari, höfundur, leikstjórn: Smári Gunnarsson

I'm a Cop er saga um mann sem er umhugað um hvernig hann er séður af öðrum. Náttúrulegir eiginleikar hans eru á skjön við það starf sem hann hefur valið sér og hann á í endalausri baráttu við að hækka sinn persónulega status í samskiptum við aðra svo hann sé eins mikilvægur og hann getur mögulega orðið. Tilvistarkreppa, valdsýki, löngunin að vera "Einhver" og eiga einhvern að eru meðal þema sem eru tekin fyrir í þessari ákveðnu skopstælingu af Hollywood löggunni. Verkið er devised og var skapað útfrá rannsóknarvinnu höfundar um status.


 

Laugardagur 14. ágúst

 

Við pollinn Kl: 12.09
KRAPP, SVÍNASTEIK OG PÍKUSÖGUR

Brönsleikhús Við pollinn Ísafirði
Flytjendur: Leynigestir

Þrír vinsælir en ólíkir einleikir verða kynntir á sérstöku Brönsleikhúsi á veitingastaðnum Við pollinn á Ísafirði. Einleikirnir á matseðlinum eru Síðasta segulband Krapps eftir Samuel Beckett, Drög að svínasteik eftir Raymond Cousse og loks Píkusögur eftir Eve Ensler. Fjallað verður um leikina í stuttu máli og sérstakir leynigestir leiklesa brot úr verkunum.


Edinborgarhúsið Kl: 15.00

LUZ
Edinborgarhúsið
Dansari, höfundur: Henna Riikka Nurmi

Dansverkið LUZ sem þýðir ljós er leikur finnska dansarans Hennu að finnsku orðunum valo (ljós), varjo (skuggi), uni (draumur) og harha (missýning). Efnið í verkinu er sótt víðar m.a. í ljóð eftir J.R.R. Tolkien úr meistaraverki hans Hringadróttinssögu. Ljós og myrkur koma einnig við sögu og hversu mikilvægt það er okkur mannfólkinu. Hvað er í myrkrinu og hvað sérðu þar og heyrir….????


Edinborgarhúsið Kl: 17.00
HETJA

Edinborgarhúsið
Leikari: Kári Viðarsson
Höfundar: Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson
Leikmynd/búningar: Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson
Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson
Frystiklefinn, Snæfellsbæ

Hetja er gamanleikur byggður á Bárðarsögu Snæfellsás. Sýningin fjallar um feðgana Bárð Snæfellsás og Gest Bárðarson og hið flókna samband á milli þeirra. Verkið er, eins og sagan sem hún byggir á, ýkt, ótrúleg og reynir á ímyndunarafl áhorfenda sem skipa stórann sess í sýningunni. Hetja þroskasaga um feðga, fyrir feðga og alla þá sem þekkja feðga eða tengja á einhvern hátt við feðga.


Edinborgarhúsið Kl: 20.00

VÖLUSPÁ
Edinborgarhúsið
Leikari: Pétur Eggerz
Tónleikari: Birgir Bragason
Höfundur: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd/búningar: Anette Werenskiold
Leikstjórn: Peter Holst
Möguleikhúsið

Völuspá var frumsýnd í Möguleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2000. Sýningin var tilnefnd til menningarverðlauna DV og hlaut Grímuna 2003, en snýr nú aftur eftir nokkurt hlé. Verkið byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Huginn og Munin og fleiri persónum. Völuspá hefur gert víðreist, m.a. verið sýnd á hátíðum í Rússlandi, Svíþjóð, Kanada, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi.


Edinborgarhúsið Kl: 22.00

PÓLITÍK
Edinborgarhúsið
Leikari: Davíð Þór Jónsson
Höfundar: Davíð Þór Jónsson, Ricky Gervais

Pólitík er eitt vinsælasta uppistand allra tíma í Bretlandi en þar fór Ricky Gervais hreinlega á kostum. Ricky þessi er snildarpenni og er þekktastur fyrir sjónvarpsþættina The Office. Það er Davíð Þór Jónsson sem flytur Pólitík hér á landi en hann hefur verið einn af fremstu uppistöndurum þjóðarinnar síðasta áratug. Rétt er að taka það fram að sýningin er alls ekki við hæfi ungra barna né viðkvæmra sála.


 

Sunnudagur 15. ágúst

 

Gíslastaðir Haukadal Dýrafirði Kl: 15.00

 

SKÚLI MENNSKI
HÁTÍÐARLOK