Solo Performance Festival
Leikur einn á Suðureyri
Kómedíuleikhúsið Hafa samband English
Dagskrá Hátíðin Fréttir

Einleiknar setningar

Margt hefur verið sagt um einleikjalistina enda eru skoðanir manna mjög skiptar um þetta sérstaka leiklistarform. Hér má líta smá sýnishorn af einleiknum setningum.

 

*Einleikur er erfiðasta form leiklistarinnar.
Ray Stricklyn

 

*Leikhúsið okkar var að leita að einhverju ódýru svo ég stakk uppá því að setja upp einleik með mér.
John Gould

 

*Einleikir eru á uppleið.
John Lipkin

 

*Einleikur er listin að segja sögu.
Julie Harris

 

*Það er stundum haft að orði í leikhúsbransanum að þegar leikari hefur tekið að sér hlutverk í einleik þá sé það vegna þess að hann sé atvinnulaus.
Steven Rumbelow

 

*Þegar einleikir eru uppá sitt versta, sem er oftast reyndin, þá eru þeir jafn skemmtilegir og að horfa á málningu þorna.
Tom Topor

 

*Kosturinn við einleikinn er að þá þarf maður ekki að treysta á aðra leikara.
Quentin Crisp

 

*Gefðu frá sjálfum þér meira, og meira og meira. Um það snýst einleikurinn.
Rob Sullivan

 

*Því einfaldari sem einleikurinn er þeimum betur hentar hann til leikferða.
Scott Alsop

 

*Það líður varla sá dagur að ég velti ekki fyrir mér efni og hugmyndum í nýjan einleik.
Michael Kearns

 

*Það þarf alveg gífurlega mikið sjálfsálit til að telja sig geta staðið einn á sviðinu og halda athygli áhorfenda.
Roy Dotrice

 

*Segðu sögu sem er þess virði að segja.

Per Brask

 

*Áhorfendur leyta sagna og mynda sem þeir þurfa að heyra.

Tim Miller

 

*Það þarf gífurlega mikla  orku í einleik. Mundu að þú ert vél kveldsins. Vélin þín stjórnar algjörlega hvert kveldið stefnir.

Alec Mapa