Einleiknar setningar
Margt hefur verið sagt um einleikjalistina enda eru skoðanir manna mjög skiptar um þetta sérstaka leiklistarform. Hér má líta smá sýnishorn af einleiknum setningum.
*Einleikur er erfiðasta form leiklistarinnar.
Ray Stricklyn
*Leikhúsið okkar var að leita að einhverju ódýru svo ég stakk uppá því að setja upp einleik með mér.
John Gould
*Einleikir eru á uppleið.
John Lipkin
*Einleikur er listin að segja sögu.
Julie Harris
*Það er stundum haft að orði í leikhúsbransanum að þegar leikari hefur tekið að sér hlutverk í einleik þá sé það vegna þess að hann sé atvinnulaus.
Steven Rumbelow
*Þegar einleikir eru uppá sitt versta, sem er oftast reyndin, þá eru þeir jafn skemmtilegir og að horfa á málningu þorna.
Tom Topor
*Kosturinn við einleikinn er að þá þarf maður ekki að treysta á aðra leikara.
Quentin Crisp
*Gefðu frá sjálfum þér meira, og meira og meira. Um það snýst einleikurinn.
Rob Sullivan
*Því einfaldari sem einleikurinn er þeimum betur hentar hann til leikferða.
Scott Alsop
*Það líður varla sá dagur að ég velti ekki fyrir mér efni og hugmyndum í nýjan einleik.
Michael Kearns
*Það þarf alveg gífurlega mikið sjálfsálit til að telja sig geta staðið einn á sviðinu og halda athygli áhorfenda.
Roy Dotrice
*Segðu sögu sem er þess virði að segja.
Per Brask
*Áhorfendur leyta sagna og mynda sem þeir þurfa að heyra.
Tim Miller
*Það þarf gífurlega mikla orku í einleik. Mundu að þú ert vél kveldsins. Vélin þín stjórnar algjörlega hvert kveldið stefnir.
Alec Mapa